Bólusetning fyrir inflúensu hefst þann 10. október og lýkur þann 30. nóvember. Samtímis verður þráðurinn tekinn upp aftur með bólusetningu fyrir covid-19 fyrir alla sem ekki hafa þegar fengið fjórða skammtinn. Sóttvarnalæknir hefur nú heimilað að gefa saman bóluefni við covid-19 og inflúensu eða láta 2 vikur líða á milli.

Hvenær

Inflúensubólusetningar hefjast þann 10. október.

Bólusetning fyrir inflúensu verður á heilsugæslunni á Ísafirði:

Mánudaginn 10. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Miðvikudaginn 12. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00

Bólusetning fyrir inflúensu og covid-19 samtímis verður eftirfarandi daga á heilsugæslunni á Ísafirði:

Þriðjudaginn 11. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Fimmtudaginn 13. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00

Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu með því að hringja í 450 4500 kl. 13:00-14:00 frá 26. september.

Forgangshópar

Í þessari umferð er áherslan á forgangshópa sem sóttvarnalæknir skilgreinir svo:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- eða lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.      
  • Þungaðar konur.

Annað

Bólusetning við covid-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Bólusetningar fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafirði eru auglýstar sér. Bólusetningar fyrir almenning og fyrirtæki verða auglýstar síðar.