Sjúkradeild er á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Deildin hét áður bráðadeild, og stundum legudeild. Á deildinni eru 15 rými og er þar veitt afar fjölbreytt þjónusta vegna allra almennra veikinda.

Göngudeild: Á deildinni eru gefin ýmis flókin lyf, einkum krabbameinslyf, en einnig lyf við MS og öðrum sjúkdómum þar sem lyfjagjöfin er flókin og krefst yfirsetu.

Blóðskilun: Blóðskilun er framkvæmd á deildinni fyrir sjúklinga sem hafa skerta starfsemi nýrna.

Hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir: Í samstarfi við heimahjúkrunardeild og endurhæfingardeild er boðið upp á hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir fyrir fólk sem býr sjálfstæðri búsetu en þarf aukna þjónustu.

Deildarstjóri er Rannveig Björnsdóttir.

Uppfært 14. desember 2021 (Björn Snorri)

Var síðan gagnleg?