Heilbrigðisstofnun Vestfjarða varð til í núverandi mynd árið 2014 við sameiningu þáverandi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði. Við stofnunina starfa að jafnaði 250 manns í um 190 stöðugildum.

Stærstu starfsstöðvarnar eru á Ísafirði, þar sem rekið er sjúkrahús, heilsugæsla og hjúkrunarheimilið Eyri. Á Patreksfirði er samþætt sjúkradeild og hjúkrunardeild auk heilsugæslu. í Bolungarvík er hjúkrunarheimilið Eyri og heilsugæslusel. Á Þingeyri er hjúkrunarheimilið Tjörn og heilsugæslusel. Á Bíldudal, Flateyri, Súðavík, Suðureyri og Tálknafirði eru heilsugæslusel.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ríkisrekin. Forstjóri er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn. Framkvæmdastjórn tekur allar stærri ákvarðanir í starfi stofnunarinnar, en skal bera stærri ákvarðanir undir fagráð stofnunarinnar.

Heilbrigðisumdæmið

Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða nær yfir fimm sveitarfélög: Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhrepp, Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð.

Uppfært 20. júní 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?