Við Vallargötu 7 á Þingeyri er rekin saman fjölbreytt þjónusta. Þar eru saman komin í einu húsi hjúkrunarheimilið Tjörn, heilsugæslusel, apótek Lyfju, þjónustuíbúðir á vegum Ísafjarðarbæjar, kapella og heimahjúkrun fyrir Dýrafjörð.

Hjúkrunarheimilið Tjörn

Á Tjörn er 6–7 rýma hjúkrunarheimili.

Til að sækja um pláss á heimilinu skal haft samband við Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vestfjarða.

Heilsugæsluselið á Þingeyri

Heilsugæsluselið er opið á mánudögum milli kl. 09:00 og 15:00 með móttöku læknis og eftir atvikum hjúkrunarfræðings. Bóka þarf tíma fyrirfram í gegnum Heilsuveru eða síma 450-4500.

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er sinnt frá Þingeyri sem hluti af heimahjúkrunardeild á norðursvæði.

Stjórnendur

Hjúkrunarheimilinu Tjörn er stjórnað af Erlu Björgu Ástvaldsdóttur, bjorg@hvest.is

Heilsugæslan heyrir undir heilsugæslu norðursvæðisins og þar með Anette Hansen og Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur.

Uppfært 11. desember 2021 (Ritstj.)