Þá hafði nýtt sel verið byggt í nýju byggðinni, á neðri hæð ráðhússins að Grundarstræti 1. Þar er heilsugæsluselið til húsa í dag og opið einu sinni í viku að jafnaði, á fimmtudögum [var áður þriðjudögum] frá kl. 13:00-14:30. Læknir er ekki við nema að tímar séu bókaðir fyrirfram á Heilsuveru eða í síma 450 4500.

Heimahjúkrun er veitt frá heimahjúkrunardeildinni á Ísafirði.

Sumarið 2022 er selið lokað 21. maí – 31. ágúst vegna sumarleyfa lækna og annarra.

Uppfært 18. maí 2022 (GÓ)

Var síðan gagnleg?