Við stofnun

Geðheilbrigðisteymi

MÞ talar við Thelmu. – texti í vinnslu

Þjónusta geðheilbrigðisteymisins er einnig í boði í fjarviðtölum á Patreksfirði.

Barna- og unglingageðteymi

Barna- og unglingageðteymið þjónustar börn og fjölskyldur í vanda, s.s. tilfinningavanda, félaglegum vanda, þroskafrávikum og/eða hegðunarerfiðleikum. Teymisstjóri er Helena Hrund Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Fundir hjá teyminu eru á 4 vikna fresti en þá sitja heilsugæsla, skóli, barndavernd og félagsþjónusta. Teyminu er ætlað að setja fram áætlun sem felur í sér meðferð, stuðning eða önnur úrræði til að samhæfa þjónustu og aðgerðir milli stofnana. Samráðsfundir barna- og unglingageðteymi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Barna- og unglingageðdeild Landspítala eru einu sinni í mánuði með geðlækni og félagsráðgjafa auk þess sem haft er samband við geðlækna og hjúkrunarfræðinga þar eftir þörfum.

Tilvísun í teymið
Heilsugæsla, félagsþjónusta, barnavernd og skóli geta sent tilvísun inn í teymið. Tilvísanir skulu berast teymisstjóra. Foreldrar geta haft samband við heilsugæslu ef áhyggjur vakna vegna barna.

Sálfræðiþjónusta barna
Skólasálfræðingar á vegum Ísafjarðarbæjar koma vestur á Ísafjörð 4–5 sinnum yfir veturinn og sinna greiningarvinnu fyrir börn og unglinga og þá ráðgjöf til fjölskyldu og skóla varðandi þau börn.

Foreldrar sem óska eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn geta leitað til heilsugæslunnar, læknis eða hjúkrunarfræðings, sem vísar málinu áfram.
Helena Hrund Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sér um tilvísanir og bókanir.

Barn fær úthlutaða 5-10 tíma hjá sálfræðingi og er staðan svo endurmetin af sálfræðingi, teymisstjóra barna- og unglingageðteymis í samráði við foreldra.

Ávallt er velkomið að hafa samband við teymisstjóra barna- og unglingageðteymis á netfangið helena@hvest.is eða hringja á heilsugæsluna í síma
450 4500 og skilja eftir skilaboð.

 

 

Uppfært 15. desember 2021 (MÞ)