Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru gerðar hinar ýmsu rannsóknir. Myndgreiningadeild og rannsóknadeild er að finna á sjúkrahúsinu á Ísafirði og sinna þær deildir öllum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda.

Á myndgreiningardeild eru framkvæmdar almennar röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir og hjartalínurit. Tækjabúnaður til almennrar röntgenmyndatöku er einnig á Patreksfirði.

Á rannsóknadeild eru framkvæmdar allar helstu blóðmeina- og meinefnafræðimælingar, hormónamælingar, þvagrannsóknir og sýklaræktanir, blóðbankarannsóknir, blóðgasmælingar og rannsóknir á blóði í saur.

Uppfært 26. apríl 2022 (MÞ)

Var síðan gagnleg?