Bólusetning fyrir inflúensu hjá forgangshópum er hafin á sunnanverðum Vestfjörðum. Bólusett er alla daga kl. 11:00 en bóka þarf tíma fyrirfram í síma 450 2000.

Sóttvarnalæknir hefur nú heimilað að gefa saman bóluefni við covid-19 og inflúensu eða láta tvær vikur líða á milli. Þegar þú hringir til að bóka inflúensubólusetningu geturðu fengið leiðbeiningar um covid-19 bólusetningu ef þarf. Bólusetningarhlutfallið er orðið svo hátt þar að best er að ákveða fyrirkomulagið með nánara samkomulagi við hvern og einn.

Forgangshópar

Í þessari umferð er áherslan á forgangshópa sem sóttvarnalæknir skilgreinir svo:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- eða lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.      
  • Þungaðar konur.

Annað

Bólusetning við covid-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Bólusetningar fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum eru auglýstar sér. Bólusetningar fyrir almenning og fyrirtæki verða auglýstar síðar.