Sýnataka

Hraðpróf

Breytilegt er hvenær hraðpróf eru í boði, en nýjustu upplýsingar er inni á Mínum síðum á Heilsuveru, þar sem einnig er hægt að bóka sig. Sjá einnig fréttir hér fyrir neðan, þar sem einnig koma fram hraðpróf sem eru vegna sérstakra viðburða.

Á Ísafirði eru hraðpróf annaðhvort tekin í hvíta gámnum eða matsal.

Á Patreksfirði í gámi fyrir framan endurhæfingardeildina.

Einkennasýnataka

Einkennasýnataka fer fram í hvíta gámnum á Ísafirði, oftast kl. 08:15. Á laugardögum er sýnatakan kl. 09:30 og kl. 11:00 á sunnudögum (a.m.k. út janúar). Tímasetningar geta breyst.

Á Patreksfirði er sýnataka kl. 08:30 mánudaga og miðvikudaga en kl. 10:00 aðra virka daga.

Sýnataka í lok sóttkvíar

Ekki þarf að bóka sérstaklega sýnatöku í lok sóttkvíar. Þú færð strikamerki sent daginn áður en sóttkví lýkur með upplýsingum um tímasetningu.

Fólk þarf að vera skráð í sóttkví til að fá strikamerkið. Til þess að vera skráður í sóttkví þarf smitaði einstaklingurinn að hafa sent upplýsingar um þig til rakningarteymisins.

Hægt er að fá upplýsingar um stöðu sóttkvíar í spjallinu á Covid.is.

Heimsóknatakmarkanir og grímunotkun

Ekki koma í heimsókn eða inn á stofnunina ef eitthvað af þessu gildir:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun
 • Þú hefur verið erlendis síðustu 7 daga
 • minna en 7 dagar eru síðan þú laukst einangrun vegna smits
 • þú ert með einkenni sem minnsti grunur er um að geti verið Covid-19, svo sem hósti, hálssærindi, mæði, niðurgangur, uppköst, hiti, höfuðverkur, kviðverkir, beinverkir eða þreyta.

Sjúkradeild á Ísafirði

Mest mega tveir gestir koma í einu, þó undantekningar séu veittar af hjúkrunarfræðingi á vakt.

Heimsóknatími er frá 15:00–16:30 og frá 18:30–20:00.

Grímuskylda er meðal gesta á deildinni.

Hjúkrunarheimili

Mælst er til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn inni á herbergjum ástvina sinna.

Grímuskylda er fyrir gesti.

Heilsugæsla og önnur þjónusta

Grímuskylda er í heilsugæslu og annarsstaðar þar sem ekki er hægt að viðhafa eins meters fjarlægð.

Bólusetningar

Bólusetningar fyrir Covid-19 fara fram á Ísafirði og Patreksfirði. Boðanir eru sendar út með SMS-skeytum.

Frekari upplýsingar

Vefspjallið niðri í hægra horninu á Covid.is er með svörin á reiðum höndum við almennum spurningum.

Vefspjall á Covid.is

Hringdu í okkur í 450 4500, sendu tölvupóst eða hafðu samband við okkur á Heilsuveru til að fá upplýsingar um bólusetningu miðað við þínar forsendur.

Fréttir og tilkynningar sem tengjast Covid-19

 • Engar sýnatökur laugardaginn 22. janúar
  Vegna afleitrar veðurspár fyrir morgundaginn verður engin sýnataka vegna COVID-19 laugardaginn 22. janúar. Fólk með einkenni er beðið um að taka því rólega og koma í sýnatöku sunnudaginn 23. janúar.
 • Bólusetningar á Ísafirði gegn Covid-19 vikuna 16.–22. janúar
  Bólusett er á Heilsugæslunni á Ísafirði, gengið inn um aðalinngang. 19. janúar Bólusetningar barna 5–11 ára. Þau börn sem hafa ekki komist á boðuðum tíma eru velkomin 13:00–15:00. Sjá nánar […]
 • Bólusetningar barna 5–11 ára, 19. janúar
  Í þessari viku klárum við fyrstu umferð af bólusetningum barna við Covid-19. Þetta hefur gengið mjög vel, að því frátöldu að veður og sóttkvíar hafa aðeins tafið verkefnið. Því eru […]
 • Bólusetningar barna 5–11 ára: 12.–14. janúar
  Þessar upplýsingar eru úreltar. Gildandi upplýsingar um bólusetningar barna eru í annarri frétt. Nú er komið að börnunum að fá bólusetningu við Covid-19. Allt verður gert til að gera bólusetninguna […]
 • Ómíkron er víða
  Alls hafa 19 greinst með covid síðustu daga á Patreksfirði, þar af átta í dag. Vettvangsstjórn almannavarna á suðursvæðinu hefur fundað tvisvar sinnum yfir helgina til að ráða ráðum sínum. […]
 • Bólusetningar barna
  Börnum í 1.–6. bekk grunnskóla í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða verður boðin bólusetning í næstu viku. Bólusetningin fer fram á heilsugæslustöðvunum á Ísafirði, Patreksfirði og Þingeyri. Á Patreksfirði verður efsta bekk leikskóla […]

Uppfært 17. janúar 2022 (GÓ)