Sýnataka

Frá föstudeginum 1. apríl mun Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur.

Ísafjörður: Miðvikudaga kl. 13 í gámnum fyrir utan sjúkrahúsið [uppf. 8. júlí 2022]

Patreksfjörður: Miðvikudaga kl. 11:30 í gámnum fyrir framan sjúkrahúsið. [uppf. 8. júlí 2022]

Einkennasýnatökur: Þeir sem eru með einkenni sem benda til þess að viðkomandi sé með Covid-19 geta bókað sýnatöku á mínum síðum á vefnum Heilsuvera. Hægt er að leita sér aðstoðar við að bóka einkennasýnatöku á netspjalli Heilsuveru. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu.

Ferðalög: Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. Þeir sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is. Ferðalangar eru hvattir til að huga tímanlega að prófum fyrir brottför og sækja þessa þjónustu í Reykjavík.

Nánari upplýsingar eru að finna á covid.is.

Heimsóknatakmarkanir og grímunotkun

Uppfært 1. apríl

Ekki koma í heimsókn eða inn á stofnunina ef eitthvað af þessu gildir:

  • Þú ert smituð/aður af Covid-19 skv. heimaprófi, hraðprófi eða PCR-prófi.
  • Minna en 5 dagar eru síðan þú varst með einkenni af Covid-19.
  • Þú ert með einkenni sem minnsti grunur er um að geti verið Covid-19, svo sem hósti, hálssærindi, mæði, niðurgangur, uppköst, hiti, höfuðverkur, kviðverkir, beinverkir eða þreyta.

Grímuskylda er fyrir alla skjólstæðinga sem koma inn á stofnunina og starfsmenn meðan þeir sinna sjúklingum í mikilli nánd.

Sjúkradeild á Ísafirði

Fólk með flensulík einkenni eða staðfest smit má ekki koma í heimsókn.

Hjúkrunarheimili

Mælst er til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn inni á herbergjum ástvina sinna.

Heilsugæsla og önnur þjónusta

Grímuskylda er í heilsugæslu og annarsstaðar þar sem ekki er hægt að viðhafa eins meters fjarlægð.

Frekari upplýsingar

Vefspjallið niðri í hægra horninu á Covid.is er með svörin á reiðum höndum við almennum spurningum.

Vefspjall á Covid.is

Hringdu í okkur í 450 4500, sendu tölvupóst eða hafðu samband við okkur á Heilsuveru til að fá upplýsingar um bólusetningu miðað við þínar forsendur.

Fréttir og tilkynningar sem tengjast Covid-19

  • Bólusetningar fyrir Covid og Inflúensu
    Ísafjörður:Minnum á að hægt er að fá bólusetningu gegn Influensu alla virka daga milli 11 og 12.Miðvikudaginn 22. febrúar verður bólusetning samtímis fyrir Covid og Influensu. ForgangshóparEftirfarandi forgangshópar gilda fyrir … Lesa meira
  • Bólusetningar fyrir COVID og Influensu
    Ísafjörður:Minnum á að hægt er að fá bólusetningu gegn Influensu alla virka daga milli 11 og 12.Miðvikudaginn 11. janúar verður bólusetning samtímis fyrir Covid og Influensu fyrir forgangshópa. ForgangshóparEftirfarandi forgangshópar … Lesa meira
  • Engar covid-tengdar takmarkanir lengur
    Ekki eru lengur í gildi neinar covid-tengdar takmarkanir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Áfram gildir sú ágæta regla að koma ekki í heimsókn á sjúkradeild á Ísafirði með kvef eða veikindi. Grímur … Lesa meira
  • Bólusetningar fyrir Covid og influensu
    Bólusetningar fyrir COVID og InfluensuMinnum á að hægt er að fá bólusetningu gegn Influensu alla virka daga milli 11 og 12. Miðvikudaginn 14. desember verður bólusetning samtímis fyrir Covid og … Lesa meira
  • Bólusetning fyrir inflúensu á sunnanverðum Vestfjörðum
    Bólusetning fyrir inflúensu hjá forgangshópum er hafin á sunnanverðum Vestfjörðum. Bólusett er alla daga kl. 11:00 en bóka þarf tíma fyrirfram í síma 450 2000. Sóttvarnalæknir hefur nú heimilað að … Lesa meira
  • Bólusetningar fyrir covid-19 og inflúensu fyrir forgangshópa á norðanverðum Vestfjörðum
    Uppfært 10. október með fleiri dagsetningum, þ.m.t. fyrir fólk sem ekki telst til forgangshópa. Bólusetning fyrir inflúensu hefst þann 10. október og lýkur þann 30. nóvember. Samtímis verður þráðurinn tekinn … Lesa meira

Uppfært 5. desember 2022 (Hildur Elísabet Pétursdóttir)

Var síðan gagnleg?