Sýnataka
Frá föstudeginum 1. apríl mun Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur.
Ísafjörður: Miðvikudaga kl. 13 í gámnum fyrir utan sjúkrahúsið [uppf. 8. júlí 2022]
Patreksfjörður: Miðvikudaga kl. 11:30 í gámnum fyrir framan sjúkrahúsið. [uppf. 8. júlí 2022]
Einkennasýnatökur: Þeir sem eru með einkenni sem benda til þess að viðkomandi sé með Covid-19 geta bókað sýnatöku á mínum síðum á vefnum Heilsuvera. Hægt er að leita sér aðstoðar við að bóka einkennasýnatöku á netspjalli Heilsuveru. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu.
Ferðalög: Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. Þeir sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is. Ferðalangar eru hvattir til að huga tímanlega að prófum fyrir brottför og sækja þessa þjónustu í Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru að finna á covid.is.
Heimsóknatakmarkanir og grímunotkun
Uppfært 1. apríl
Ekki koma í heimsókn eða inn á stofnunina ef eitthvað af þessu gildir:
- Þú ert smituð/aður af Covid-19 skv. heimaprófi, hraðprófi eða PCR-prófi.
- Minna en 5 dagar eru síðan þú varst með einkenni af Covid-19.
- Þú ert með einkenni sem minnsti grunur er um að geti verið Covid-19, svo sem hósti, hálssærindi, mæði, niðurgangur, uppköst, hiti, höfuðverkur, kviðverkir, beinverkir eða þreyta.
Grímuskylda er fyrir alla skjólstæðinga sem koma inn á stofnunina og starfsmenn meðan þeir sinna sjúklingum í mikilli nánd.
Sjúkradeild á Ísafirði
Fólk með flensulík einkenni eða staðfest smit má ekki koma í heimsókn.
Hjúkrunarheimili
Mælst er til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn inni á herbergjum ástvina sinna.
Heilsugæsla og önnur þjónusta
Grímuskylda er í heilsugæslu og annarsstaðar þar sem ekki er hægt að viðhafa eins meters fjarlægð.
Frekari upplýsingar
Vefspjallið niðri í hægra horninu á Covid.is er með svörin á reiðum höndum við almennum spurningum.
Hringdu í okkur í 450 4500, sendu tölvupóst eða hafðu samband við okkur á Heilsuveru til að fá upplýsingar um bólusetningu miðað við þínar forsendur.
Fréttir og tilkynningar sem tengjast Covid-19
- Heimsóknareglur á sjúkradeild á ÍsafirðiHeimsóknartími er á tímabilinu 15:00–19:30 virka daga og kl. 14:30–19:30 um helgar. Á Sjúkradeild Heimsóknartími er á tímabilinu 15:00-19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar. Fleiri en […]
- Breyttir sýnatökutímar vegna Covid – 19Frá og með 8. júlí verða sýnatökur vegna Covid – 19 einu sinni í viku. Ísafjörður: Miðvikudaga kl. 13 Patreksfjörður: Miðvikudaga kl. 11:30 Vinsamlegast pantið tíma í sýnatökur á heilsuvera.is
- Síðustu bólusetningar fyrir sumarfríLeiðbeiningar sóttvarnalæknis gera ráð fyrir að allir 80 ára og eldri, auk þeirra sem eru með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, komi í fjórðu bólusetningu, óháð því hvort viðkomandi hafi fengið covid […]
- Nýjar covid-reglur 21. júníEftirfarandi reglur gilda frá 21. júní: Grímuskylda á öllum heilsugæslustöðvum Grímuskylda (skurðstofugrímur, þessar bláu með hvítu böndunum) er fyrir skjólstæðinga sem ekki eru inniliggjandi og starfsmenn í nánum samskiptum við […]
- Covid-bólusetningar í júní á ÍsafirðiFjórða sprauta fyrir þau elstu og fólk með áhættuþætti Landlæknir hvetur alla 80 ára og eldri og þá sem hafa undirliggjandi áhættuþætti að þiggja fjórðu sprautu af bólusetningu gegn Covid-19. […]
- Sýnatökur einu sinni í vikuÍ maí verða sýnatökur einu sinni í viku, á miðvikudögum. Á Patreksfirði eru sýni tekin kl. 11:00 en á Ísafirði kl. 13:00. Bóka þarf sýnatöku á Heilsuveru. [Þessi frétt er […]
Uppfært 8. júlí 2022 (Hildur Elísabet Pétursdóttir)