Hér eiga eftir að koma stefnuskjöl ýmisskonar. Starfsmenn geta fundið margar inni á Workplace með því að smella á bókina í aðalvalmynd (Knowledge Library).

Stefna 2020–23

Gildandi stefna stofnunarinnar var samþykkt í oktober 2020 og gildir út árið 2023.

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna var samþykkt af framkvæmdastjórn 4. janúar 2022.

Markmiðin með stefnunni er að draga saman leiðarstef og þær aðgerðir sem þarf að fara í til að ná markmiðum sem sett eru fram.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er áhugaverður og eftirsóttur vinnustaður sem býr vel að starfsfólki. Hjá stofnuninni starfar ábyrgur, samstilltur, jákvæður og metnaðar­fullur starfsmannahópur sem hlakkar til að mæta í vinnuna og leggja sig fram. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er skipuð hæfu og áhugasömu starfsfólki sem ástundar markviss og vönduð vinnubrögð í anda jafnræðis.

Jafnréttisstefna og -áætlun

Megináherslur í jafnréttismálum eru:

  1. Heilbrigðissstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem allir einstaklingar óháð kyni eiga jafna möguleika til starfa og lögð er áhersla á að flokka ekki ákveðin störf sem sérstök karla- eða kvennastörf.
  2. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
  3. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og fjölskyldulíf. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er stuðlað að jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs.
  4. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er einelti, fordómar, kynbundinn eða kynferðisleg áreitni ekki liðin.
  5. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er þess gætt að allir einstaklingar óháð kyni hafi sömu tækifæri
    til starfsþróunar, náms og fræðslu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða var meðal þeirra sem fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árin 2020 og 2021.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna er skrifuð með hliðsjón af lögum um persónuvernd (GDPR). Hún var uppfærð í mars 2021 er viðhaldið af persónuverndarfulltrúa.

Stefna og viðbragðáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á góðan starfsanda, þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hreinskilni milli allra starfsmanna. Starfsmönnum ber að temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og sýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót.

Gildandi stefna er frá janúar 2019.

Viðbragðsáætlanir

Viðbragðsáætlun (hópslysaáætlun) fyrir norðursvæði gildir frá janúar 2020

Viðbragðsáætlun (hópslysaáætlun) fyrir suðursvæði gildir frá 23. nóvember 2021.

Viðverustefna

Viðverustefnu er ætlað að skapa gott vinnuumhverfi sem hvetur til aukinnar viðveru á vinnustað, varnar því að fólk þurfi að hverfa frá vinnu og styttir fjarvistartíma. Einnig er viðverustefnu ætlað að leiðbeina og móta viðhorf stjórnenda og starfsfólks til veikindafjarveru og ýta undir þær áherslur að vinnustaðurinn er mikilvægur fyrir líðan og velferð fólks.

Gildandi viðverustefna er frá nóvember 2019.

Uppfært 4. janúar 2022 (GÓ)