Hér eiga eftir að koma stefnuskjöl ýmisskonar. Starfsmenn geta fundið margar inni á Workplace með því að smella á bókina í aðalvalmynd (Knowledge Library).

Skjölin eru öðrum þræði birt til upplýsingar og endurnotkunar hjá öðrum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ef eitthvað gagn er að. Ef þú hefur af þessu eitthvað gagn, láttu okkur endilega vita. Það gleður okkur, því þannig vitum við að störf okkar hafi orðið einhverjum fleirum að gagni.

Stefna 2020–23

Gildandi stefna stofnunarinnar var samþykkt í oktober 2020 og gildir út árið 2023.

Hægt er að sjá uppgjör stefnunnar fyrir 2021 í ársskýrslu þess árs.

Innkaupastefna

Markmið innkaupastjórnunar er að útvega þá vöru og þjónustu sem Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þarfnast, á réttum tíma, á hagkvæmasta verði og sem stenst settar kröfur.

Innkaupastefnan er sett bæði með skipulags- og hagkvæmnissjónarmið á lofti, til að orða mikilvæg atriði sem tengjast hagsmunatengslum og til að mæta ákveðnum kröfum sem tengjast grænum skrefum og umhverfismálum almennt.

Staðsetning lagera er felld brott úr skjalinu sem hér er birt.

Stefnan var samþykkt í maí 2022.

Jafnréttisstefna og -áætlun

Megináherslur í jafnréttismálum eru:

  1. Heilbrigðissstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem allir einstaklingar óháð kyni eiga jafna möguleika til starfa og lögð er áhersla á að flokka ekki ákveðin störf sem sérstök karla- eða kvennastörf.
  2. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
  3. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og fjölskyldulíf. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er stuðlað að jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs.
  4. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er einelti, fordómar, kynbundinn eða kynferðisleg áreitni ekki liðin.
  5. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er þess gætt að allir einstaklingar óháð kyni hafi sömu tækifæri
    til starfsþróunar, náms og fræðslu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða var meðal þeirra sem fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árin 2020 og 2021.

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna var samþykkt af framkvæmdastjórn 4. janúar 2022.

Markmiðin með stefnunni er að draga saman leiðarstef og þær aðgerðir sem þarf að fara í til að ná markmiðum sem sett eru fram.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er áhugaverður og eftirsóttur vinnustaður sem býr vel að starfsfólki. Hjá stofnuninni starfar ábyrgur, samstilltur, jákvæður og metnaðar­fullur starfsmannahópur sem hlakkar til að mæta í vinnuna og leggja sig fram. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er skipuð hæfu og áhugasömu starfsfólki sem ástundar markviss og vönduð vinnubrögð í anda jafnræðis.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna er skrifuð með hliðsjón af lögum um persónuvernd (GDPR). Hún var uppfærð í mars 2021 er viðhaldið af persónuverndarfulltrúa.

Skjalastefna

Fyrri part árs 2022 verður málaskrá, fundakerfi og samningakerfi innleitt á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Málalykill sem sendur er í samþykki Þjóðskjalasafns fylgir með í þessari vinnu. Innleiðing stendur einnig yfir á Microsoft-lausnum skv. samningi ríkisins.

Þetta skjal fjallar ekki um sjúkragögn, en þau lúta talsvert öðrum lögmálum og lögum, og eru í föstum skorðum.

Leiðarljós okkar er að skjöl og gögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða séu
áreiðanleg, aðgengileg og varðveitt á öruggan hátt.


Í spurningakönnunum Þjóðskjalasafns síðustu ár hefur Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða fengið núll stig á kvarða um þroskastig skjalstjórnunar. Markmið þessarar stefnu, eins og útlistað er í stefnu stofnunarinnar 2020–23, er að ná þroskastigi 2 eins og það er skilgreint af Þjóðskjalasafni. Þá er skjalastefna hluti af sex gæðakerfum sem stefnt er að því að klára 2022.

Stefna og viðbragðáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á góðan starfsanda, þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hreinskilni milli allra starfsmanna. Starfsmönnum ber að temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og sýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót.

Gildandi stefna er frá janúar 2019.

Reglur um verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi

Starfsmönnum Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er heimilt að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi stofnunarinnnar til aðila innan þess sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugðist við hinni ólögmætu eða ámælisverðu háttsemi eða til lögregluyfirvalda eða annarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga, t.d. umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Vinnueftirlitsins.

Samþykktar í núverandi mynd 15. mars 2022 en tóku í reynd gildi í janúar 2021.

Umhverfis- og loftslagsstefna

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða heldur neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni í lágmarki. Til þess nýtir hún græn skref Umhverfisstofnunar sem aðgerðaáætlun. Stefnt er að því að ná þremur grænum skrefum fyrir árslok 2023, eins og kemur fram í Stefnu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2020–23. Þó stefna stofnunarinnar til 2024 liggi ekki fyrir er hér gert ráð fyrir að 4. skrefinu verði náð það ár. Útblástur gróðurhúsalofttegunda skal vera minni í lok árs 2024 en hún var 2021.

Með umhverfis- og loftslagsstefnu er einnig stofnuð umhverfisnefnd sem hefur það hlutverk fyrst um sinn að stýra því að stofnunin taki græn skref.

Viðbragðsáætlanir

Viðbragðsáætlun (hópslysaáætlun) fyrir norðursvæði gildir frá október 2023

Viðbragðsáætlun (hópslysaáætlun) fyrir suðursvæði gildir frá 19. september 2023.

Viðverustefna

Viðverustefnu er ætlað að skapa gott vinnuumhverfi sem hvetur til aukinnar viðveru á vinnustað, varnar því að fólk þurfi að hverfa frá vinnu og styttir fjarvistartíma. Einnig er viðverustefnu ætlað að leiðbeina og móta viðhorf stjórnenda og starfsfólks til veikindafjarveru og ýta undir þær áherslur að vinnustaðurinn er mikilvægur fyrir líðan og velferð fólks.

Gildandi viðverustefna er frá nóvember 2019.

Uppfært 4. október 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?