Slysa- og göngudeild er staðsett á sjúkrahúsinu á Ísafirði, á 1. hæð vesturálmu, gengið er til hægri inn af anddyri. Fastir starfsmenn deildarinnar eru fjórir og eru þeir jafnframt starfsmenn skurðdeildar. Á deildinni er slysastofa, skiptistofa, viðtalsstofa, auk innkeyrslu fyrir sjúkrabíla, geymslu fyrir hópslysabúnað og annan neyðarbúnað. Á skiptistofu er staðsett ómtæki sjúkrahússins. Það er einkum notað af heilsugæslustöð, en einnig af gestasérfræðingum.

Slysadeild sinnir öllum bráðatilvikum og nýtist jafnframt sem göngudeild skurðdeildar og fyrir endurkomur eftir slys.

Opnunartími slysa- og göngudeildar
Slysadeild er opin allan sólarhringinn. Læknir og hjúkrunarfræðingar eru við alla virka daga frá kl. 08:00-15:00, en eru á bakvakt utan dagvinnutíma.

Göngudeild er opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 10:00-12:00.

Tímabókanir
Tímabókanir fara fram í síma 450 4500, eða í samráði við lækni eða hjúkrunarfræðing.

Uppfært 12. apríl 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?