Skipurit frá janúar 2020. Ljósblár litur vísar til deilda með deildarstjóra, hvítir reitir utan framkvæmdastjórnar vísa til starfsmanns eða fleiri starfsmanna.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn er forstjóra til ráðgjafar, og skal forstjóri bera mikilvægar ákvarðanir um þjónustu og rekstur stofnunarinnar undir stjórnina. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er framkvæmdastjórn sex manna. Framkvæmdastjórn fundar hvern þriðjudag kl. 13:00.

Framkvæmdastjórn frá 1. september 2022:

  • Gylfi Ólafsson forstjóri
  • Súsanna Ástvaldsdóttir framkvæmdastjóri lækninga
  • Gerður Rán Freysdóttir hjúkrunarstjóri Patreksfirði
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Hanna Þóra Hauksdóttir mannauðsstjóri
  • Elísabet Samúelsdóttir fjármálastjóri

Aðrir stjórnendur

Aðrir stjórnendur hjá stofnuninni bera jafnan titilinn deildarstjóri, þó sumir beri af sögulegum ástæðum aðra titla.
Undir deildarstjóra heyra í sumum tilvikum aðstoðardeildarstjórar og verkefnastjórar.

Sjá lista yfir stjórnendur í starfsmannalista.

Uppfært 24. janúar 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?