Skipurit frá janúar 2020. Ljósblár litur vísar til deilda með deildarstjóra, hvítir reitir utan framkvæmdastjórnar vísa til starfsmanns eða fleiri starfsmanna.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn er forstjóra til ráðgjafar, og skal forstjóri bera mikilvægar ákvarðanir um þjónustu og rekstur stofnunarinnar undir stjórnina. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er framkvæmdastjórn sex manna. Framkvæmdastjórn fundar hvern þriðjudag kl. 13:00.

Framkvæmdastjórn í nóvember 2021, frá vinstri Gylfi, Hanna, Andri, Hildur, Gerður og Hrannar.

Framkvæmdastjórn frá 1. janúar 2020:

  • Gylfi Ólafsson forstjóri
  • Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga
  • Gerður Rán Freysdóttir hjúkrunarstjóri Patreksfirði
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Hanna Þóra Hauksdóttir mannauðsstjóri
  • Hrannar Örn Hrannarsson fjármálastjóri

Aðrir stjórnendur

Aðrir stjórnendur hjá stofnuninni bera jafnan titilinn deildarstjóri, þó sumir beri af sögulegum ástæðum aðra titla.
Undir deildarstjóra heyra í sumum tilvikum aðstoðardeildarstjórar og verkefnastjórar.


Mynd tekin 20. september 2019 á stjórnendadegi

Frá vinstri aftasta röð: Auður Dóra Franklin deildarstjóri rannsóknadeildar, Hörður Högnason framkvæmdastjóri hjúkrunar, Heiða Björk Ólafsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar norðursvæði, Hrannar Örn Hrannarsson fjármálastjóri, Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri bráðadeildar, Ursula Siegle deildarstjóri röntgendeildar
Önnur röð frá vinstri: Anette Hansen deildarstjóri heilsugæslu á norðursvæði, Sigurveig Gunnarsdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar, Kristín Hulda Guðjónsdóttir ræstingastjóri, Jóhanna Oddsdóttir deildarstjóri slysa- og skurðdeildar, Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu, Gestur Ívar Elíasson yfirmatráður, Hildur Elísabet Pétursdóttir deildarstjóri á Eyri og Bergi
Fremsta röð frá vinstri: Gylfi Ólafsson forstjóri, Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga, Þórunn Pálsdóttir (aðstoðar)deildarstjóri bráðadeildar, Fjóla Sigríður Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri Bergi, Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri, Svava Magnea Matthíasdóttir hjúkrunarstjóri Patreksfirði

Uppfært 16. júní 2022 (GÓ)

Var síðan gagnleg?