Uppfært 10. október með fleiri dagsetningum, þ.m.t. fyrir fólk sem ekki telst til forgangshópa.

Bólusetning fyrir inflúensu hefst þann 10. október og lýkur þann 30. nóvember. Samtímis verður þráðurinn tekinn upp aftur með bólusetningu fyrir covid-19 fyrir alla sem ekki hafa þegar fengið fjórða skammtinn. Sóttvarnalæknir hefur nú heimilað að gefa saman bóluefni við covid-19 og inflúensu eða láta tvær vikur líða á milli.

Hvenær

Inflúensubólusetningar hefjast þann 10. október fyrir forgangshópa og 17. október fyrir alla.

Bólusetning fyrir inflúensu verður á heilsugæslunni á Ísafirði:

Mánudaginn 10. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Miðvikudaginn 12. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Alla virka daga frá 17. október til 4. nóvember kl. 11:00–12:00

Bólusetning fyrir inflúensu og covid-19 samtímis verður eftirfarandi daga á heilsugæslunni á Ísafirði:

Þriðjudaginn 11. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Fimmtudaginn 13. október kl. 10:00-11:30 og 13:00-15:00
Fimmtudaginn 27. október kl. 10:00–11:30 og 13:00–15:00

Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu með því að hringja í 450 4500 kl. 13:00-14:00 frá 26. september.

Forgangshópar

Eftirfarandi forgangshópar gilda fyrir fjórða skammt af covid-bólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Börn frá 12 ára aldri og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- eða lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn, þar með taldir starfsmenn hjúkrunarheimila.      

Annað

Bólusetning við covid-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Bólusetningar fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafirði eru auglýstar sér. Bólusetningar fyrir almenning og fyrirtæki verða auglýstar síðar.