Alls hafa 19 greinst með covid síðustu daga á Patreksfirði, þar af átta í dag. Vettvangsstjórn almannavarna á suðursvæðinu hefur fundað tvisvar sinnum yfir helgina til að ráða ráðum sínum. Smitin teygja sig inn í leikskóla og grunnskóla sem þó munu halda starfsemi gangandi að mestu.

Veiran er einnig víða í öðrum þorpum kjálkans og er einstaklega smitandi.

Við hvetjum fólk til að mæta alls ekki í vinnu og skóla ef það finnur til minnstu einkenna heldur halda sig heima og fara í sýnatöku.