Börnum í 1.–6. bekk grunnskóla í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða verður boðin bólusetning í næstu viku. Bólusetningin fer fram á heilsugæslustöðvunum á Ísafirði, Patreksfirði og Þingeyri. Á Patreksfirði verður efsta bekk leikskóla einnig boðið með, en bólusetning þess árgangs á norðursvæðinu bíður fyrsta kastið. Foreldrar eða forráðamenn munu þurfa að sækja kóða og fylgja börnum sínum í bólusetninguna. Unnið er að undirbúningi í góðu samstarfi við skólastjórnendur og systurstofnanir um land allt. Nánari upplýsingar um allt þetta verða gefnar síðar og geta breyst eftir því sem undirbúningu vindur fram.
Uppfært 7. janúar:
Búið er að virkja samþykkisferli vegna bólusetningar barna. Allar upplýsingar eru á vef Embættis landlæknis.
Upplýsingar um bólusetninguna má finna hér: https://www.covid.is/barn á mörgum tungumálum og viðbótarefni á færri málum á vef embættis landlæknis.
Efni til að skoða með 5-11 ára börnum er hér og ítarefni fyrir 5-11 ára börn á formi spurninga og svara hér.
Forsjáraðilar sem deila lögheimili með barni og nota rafræn skilríki þurfa að taka afstöðu til bólusetningar barns á: https://skraning.covid.is