Á næstu vikum hefjast bólusetningar gegn inflúensu og covid-19.
Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og ónæmisbælandi sjúkdóma.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.
- Þungaðar konur.
Bólusetning fyrir forgangshópa er ókeypis.
Bólusetning fyrir þá sem ekki tilheyra þessum hópum verða auglýstar síðar.
Bóluset fyrir covid-19 er óháð tegund eða fjölda fyrri skammta, en nánar má lesa um fyrirkomulagið á vef sóttvarnarlæknis.
Ísafjörður og nágrenni
Inflúensubólusetningar hefjast þann 30. október nk. og lýkur þann 30. nóvember.
Bólusetning fyrir inflúensu og covid-19 bólusetningu samtímis verða eftirfarandi daga á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði:
- Mánudaginn 30. október kl. 10:00–11:00 og 13:00–14:00.
- Miðvikudaginn 1. nóvember kl. 10:00–11:00 og 13:00–14:00.
- Föstudaginn 3. nóvember kl. 10:00–11:00 og 13:00–14:00.
Bólusetning fyrir inflúensu eingöngu verður á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði:
- Þriðjudaginn 31. október kl. 10:00–11:30 og 13:00–14:00.
- Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 10:00–11:30 og 13:00–14:00.
Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu í síma 450-4500
Á heilsugæsluseljum verður hægt að óska eftir bólusetningu en bóka þarf fyrirfram.
Patreksfjörður og nágrenni
Bólusetningar eru hafnar
Tímapantanir alla virka daga
- frá kl: 8:00 – 15:00
- í síma: 450-2000
Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn, mikilvægt er að taka það fram í tímapöntun.