Með hækkandi sól fer að bera á vorboðum og nú erum við hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að auglýsa eftir sumarstarfsfólki.
Okkur vantar sumarafleysingu í hin ýmsu störf á öllum fjórum starfsstöðvum. Við erum að auglýsa eftir fólki til að starfa við aðhlynningu á öllum starfsstöðvum, hjúkrunarfræðingum bæði á Ísafirði og Patreksfirði, ljósmóður, sjúkraliðum á allar starfsstöðvar, ræstitæknum á Ísafirði, rekstrarstjóra á Patreksfirði og móttökuriturum á Ísafirði og Patreksfirði. Einhverjar auglýsingar eiga svo eftir að bætast við þannig að það er um að gera að fylgjast með undir laus störf hérna á heimasíðunni.

Menntaskóla- og háskólanemar velkomnir
Nemendur af efri skólastigum eru velkomnir. Heilbrigðiskerfið er fjölbreytt og spennandi, og þá er ómetanlegt að fá starfsreynslu til að kynnast hinum ýmsu störfum og geta þannig tekið betri ákvarðanir um náms- og starfsval.
Háskólanemar, bæði í heilbrigðisgreinum en einnig hverju sem er, koma margir ár eftir ár.
Einnig laus ótímabundin störf
Undir laus störf er einnig auglýst eftir sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum í framtíðarstörf.
Auk þess er það oft svo að fólk sem kemur í afleysingar ílengist og verður framtíðarstarfólk.
Bendum á að það er hægt að vera á skrá og senda inn almenna umsókn en það er gert á sama stað eða undir laus störf.
Laus störf
-
Starfsmaður í býtibúr
Starfseining: Ræsting, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 11.05.2022 til 23.05.2022. Starfshlutfall: 0%
-
Sjúkraþjálfari á Ísafirði
Starfseining: Endurhæfing, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 06.05.2022 til 30.05.2022. Starfshlutfall: 100%
-
Starfsfólk í aðhlynningu og ræstingar í Bolungarvík – Sumarstörf
Starfseining: Hjúkrunardeild Bolungarvík, 415 Bolungarvík Umsóknarfrestur: frá 06.05.2022 til 16.05.2022. Starfshlutfall: 100%
-
Starfsmaður óskast í starf virkniþjálfa á Patreksfirði
Starfseining: Legudeild Patreksfirði, 450 Patreksfjörður Umsóknarfrestur: frá 04.05.2022 til 16.05.2022. Starfshlutfall: 50%
-
Starfsfólk í aðhlynningu – sumarafleysingar
Starfseining: Hjúkrunardeild Ísafjörður Eyri, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 06.05.2022 til 16.05.2022. Starfshlutfall: 100%
-
Ljósmóðir
Starfseining: Fæðingardeild, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 25.04.2022 til 01.06.2022. Starfshlutfall: 80-100%
-
Skurðlæknir á Ísafirði
Starfseining: Skurðdeild, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 11.04.2022 til 23.05.2022. Starfshlutfall: 100%
-
Framkvæmdastjóri lækninga á Ísafirði
Starfseining: Heilsugæsla Norðursv., 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 11.04.2022 til 23.05.2022. Starfshlutfall: 30-50%
-
Læknir á heilsugæslu á Ísafirði
Starfseining: Heilsugæsla Norðursv., 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 11.04.2022 til 23.05.2022. Starfshlutfall: 100%
-
Viltu vera á skrá? Almenn störf hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Starfseining: Skrifstofa, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 08.12.2021 til 02.01.2023. Starfshlutfall: 30-100%