Starfseining: Skrifstofa, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 08.12.2021 til 28.06.2024.

Starfshlutfall: 30-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum.  Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

Við stefnum á að vera besti vinnustaðurinn á Vestfjörðum sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur?

Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.

  • Störf við verkefni sem standa í 12 mánuði eða skemur
  • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. 
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum. Dæmi um almenn störf eru til dæmis við aðhlynningu, í eldhúsi, ræstingum/býtibúri o.fl.

 

Verkefni

Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum

Hæfnikröfur

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Almenn tölvukunnátta

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið