Bólusetningar hafa gengið vel síðustu vikur. Við höfum boðað talsvert marga í örvunarbólusetningu og mæting verið góð.

Næst bólusetjum við 6. janúar með Pfizer.

Bólusetningar barna 5–11 ára verða 10.–14. janúar, og verða kynntar betur seinna. Bæði er unnið á landsvísu við undirbúning boðunar og með skólastjórnendum.

Hraðpróf

Hraðpróf er hægt að panta á Heilsuveru á Ísafirði og Patreksfirði alla virka daga. Á Ísafirði eru hraðprófin tekin í matsal starfsmanna á 1. hæð, gengið inn um aðalinngang, en á Patreksfirði á heilsugæslunni.

Til viðbótar verða hraðpróf á heilsugæsluselinu á Þingeyri á aðfangadag kl. 10:00–11:00 og í Bolungarvík á Þorláksmessu frá 14:00-15:00 í Safnaðarheimilinu (efstu hæðinni í Hvíta húsinu). Ekki þarf að bóka þessi hraðpróf sérstaklega.

Tímasetning hraðprófs á Þingeyri uppfærð 20. desember þar sem hún hafði misritast. Afsakið.