Smitum fjölgar í samfélaginu hratt þessa dagana. Með þessu aukast líkur á að smit komi inn á sjúkradeildina. Talsvert rask hlýst af því þegar smit kemur inn á deild sem við höfum lent í. Við þurfum að sporna við því eins og aðrar heilbrigðisstofnanir. Því tekur nú gildi heimsóknabann á sjúkradeildina á Ísafirði. Hjúkrunarfræðingur á deildinni getur gefið undanþágur í vissum tilvikum.

Hjúkrunarheimili eru áfram opin með ákveðnum takmörkunum og þjónusta okkar að öðru leyti óbreytt.