Leiðbeiningar sóttvarnalæknis gera ráð fyrir að allir 80 ára og eldri, auk þeirra sem eru með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, komi í fjórðu bólusetningu, óháð því hvort viðkomandi hafi fengið covid eða ekki.

Bólusetningar fyrir Covid-19 verða sem hér segir.

Ísafjörður

Síðasti bólusetningardagur fyrir sumarfrí er miðvikudaginn 13. júlí. Þeim sem vilja þiggja bólusetningu er bent á að senda tölvupóst á bolusetning@hvest.is.

Patreksfjörður

Þeim sem vilja þiggja bólusetningu er bent á að hringja í síma 450-2000 og panta.

Ekki verða neina bólusetningar á Ísafirði né Patreksfirði frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst.

Bólusetningarstaða á Vestfjörðum er afbragðsgóð

Á myndinni hér til hliðar sést að í elstu árgöngunum, þeim sem fæddir eru 1942 og fyrr, eru langflestir búnir að fá sínar fjórar sprautur. Af þeim sem eru búnir að fá þrjár eru margir sem hafa fengið covid og bólusetning tafist af þeim sökum.