Merki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem grafíski hönnuðurinn Siggi Odds hannaði og kynnt var fyrir rétt rúmu ári síðan, hlaut á dögunum silfurverðlaun ADCE, félagi listrænna stjórnenda í Evrópu. Merkið var tilnefnt af Félagi íslenskra teiknara, en Siggi hlaut gullverðlaun FÍT í vor.

Til hamingju Siggi!