Fimmtudaginn 5. september kl. 14:00-17:00 verður haldinn kynningarfundur á verkefninu Gott að eldast í fundarsal félagsheimilis Patreksfjarðar. Fundarstjóri er Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, tengiráðgjafi Gott að eldast.
Á fundinum verður samningur Vesturbyggðar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um samþætta heimaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum kynntur, tómstundafulltrúi Vesturbyggðar segir frá styrkúthlutun frá EBÍ sem sveitarfélagið hlaut fyrir heilsueflingu eldri borgara á svæðinu og að lokum munu Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur tónlistarmaður flytja erindið Vitundarvakning um heilbrigða öldrun: áhrif félagslegrar einangrunar á lífsgæði.
Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri HVest á sunnanverðum Vestfjörðum og Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar verða með erindi ásamt fulltrúum heimahjúkrunarteymis og endurhæfingateymis heilsugæslu Patreksfjarðar.
Í lok fundar er boðið upp á kaffi og kynningu á pokavarpi og Boccia. Öll eru hjartanlega velkomin.