Dýrafjarðardeild Rauða kross Ísland færði heilbrigðisstofnuninni í gær endurlífgunartæki. Tækið er hálfsjálfvirkt af tegundinni Lifepak defibrillator. Tækið verður sett upp andyri heilsugæsluselsins. Mönnun er á hjúkrunarheimilinum allan sólarhringinn og því er tækið alltaf aðgengilegt.  

Sigmundur Fríðar Þórðarson afhenti Erlu Björgu Ástvaldsdóttur deildarstjóra og Gylfa Ólafssyni forstjóra tækið.

Þá eru samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi sex endurlífgunartæki í bæinn, þar af þrjú gefin af Dýrafjarðardeild Rauða krossins:

  1. Hafnarnes (bátur)
  2. Sjúkrabíll
  3. Sundlaugin á Þingeyri
  4. Véla og bílaþjónusta Kristjáns
  5. Björgunarsveitin Dýri
  6. Heilsugæsluselið og hjúkrunarheimilið Tjörn
Sigmundur sagði nokkur orð við íbúa í matsalnum, en matsalnum deila íbúar hjúkrunarheimilisins Tjarnar og þjónustuíbúða Ísafjarðarbæjar sem eru í sitthvorri álmu hússins.
Gylfi Ólafsson, Erla Björg Ástvaldsdóttir og Sigmundur Fríðar Þórðarson.