Dýrafjarðardeild Rauða kross Ísland færði heilbrigðisstofnuninni í gær endurlífgunartæki. Tækið er hálfsjálfvirkt af tegundinni Lifepak defibrillator. Tækið verður sett upp andyri heilsugæsluselsins. Mönnun er á hjúkrunarheimilinum allan sólarhringinn og því er tækið alltaf aðgengilegt.
Sigmundur Fríðar Þórðarson afhenti Erlu Björgu Ástvaldsdóttur deildarstjóra og Gylfa Ólafssyni forstjóra tækið.
Þá eru samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi sex endurlífgunartæki í bæinn, þar af þrjú gefin af Dýrafjarðardeild Rauða krossins:
- Hafnarnes (bátur)
- Sjúkrabíll
- Sundlaugin á Þingeyri
- Véla og bílaþjónusta Kristjáns
- Björgunarsveitin Dýri
- Heilsugæsluselið og hjúkrunarheimilið Tjörn

