Bólusett er á Heilsugæslunni á Ísafirði, gengið inn um aðalinngang.

19. janúar

Bólusetningar barna 5–11 ára. Þau börn sem hafa ekki komist á boðuðum tíma eru velkomin 13:00–15:00. Sjá nánar um fyrirkomulagið hér.

20. janúar

Fólk sem á eftir að fá sprautu nr. 2 fær SMS-boð.

Örvunarbólusetning: Send verða SMS-boð fyrir þá sem eru komnir á tíma í örvunarbólusetningu. Allir sem hafa þegar fengið boð í örvunarbólusetningu og vilja nýta sér það núna eru velkomnir 13:00–14:00.