A A A

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa stendur fyrir tveimur námskeiđum fyrir vettvangsliđa

28.01 2020 | Gylfi Ólafsson

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur í samvinnu við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar beðið Sjúkraflutningaskóla Íslands um að halda tvö námskeið fyrir vettvangsliða í vor.

 

Haldin verða námskeið á Ísafirði 24.–26. apríl og á Patreksfirði helgina 1.-3. maí.

 

Vettvangsliðar er samheiti yfir fyrstuhjálparliða sem nýttir eru í auknum mæli til þess að stytta tímann þar til fyrsta viðbragð berst og brúa bilið milli skyndihjálpar og sérhæfðra sjúkraflutninga. Þannig geta þorp sem eru langt frá sjúkrahúsi eða eiga á hættu að lokast af í ófærð sinnt brýnustu heilsufarsvandamálum sem upp geta komið.

 

Námið er 40 stunda og skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er fjarnám sem hægt er að taka á sínum hraða en seinni hlutinn staðlota sem nær yfir heila helgi.

 

Heilbrigðisstofnunin greiðir námskeiðsgjöld en ekki er greitt fyrir að sitja námskeiðið. Vettvangsliðar eru sjálfboðaliðar. 

 

Fólki á öllum aldri sem treystir sér er velkomið að sækja um. Við gerum kröfu um að umsækjendur séu búsettir á Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafirði, Bíldudal eða Hnífsdal. Takmarkaður fjöldi plássa er í boði að sinni, og forgangsraðað þannig að umsækjendur dreifist vel og að þau þorp sem oftast lokast vegna ófærðar fái pláss.

 

„Það er ýmislegt sem við lærum af atburðum síðustu vikna og mánaða. Meðal þess er áminningin um þörfina fyrir að grunnbúnaður sé í öllum þorpum og að til staðar sé fólk með grunnþjálfun í að takast á við bráðatilfelli,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Umsóknir sendast beint til Sjúkraflutningaskólans (www.ems.is [norðursvæði, suðursvæði]. Frestur til að skrá sig rennur út 6. mars 2020.

Augnlćknir á HVEST

20.01 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlćknir
Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlćknir

Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir stefnir að því að koma á tveggja mánaða fresti í þrjá til fjóra daga í senn á Hvest Ísafirði. Nánari dagsetningar verða auglýstar fyrir hvert skipti, þegar nær dregur komu hennar. Hún tekur ekki börn undir 6 ára aldri og börn á aldrinum 6-18 ára þurfa tilvísun til þess að geta fengið niðurgreitt frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullorðnir þurfa ekki tilvísun.

Ekki er haldið utan um biðlista.

 

Næsta koma er 27.-29. janúar 2020. Tímapantanir fara fram í síma 450-4500

Hildur og Fjóla fćra sig til

7.01 2020 | Gylfi Ólafsson
Hildur Elísabet Pétursdóttir
Hildur Elísabet Pétursdóttir
1 af 2

Hildur Elísabet Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar frá 1. janúar 2020. Hún tekur við af Herði Högnasyni. Stöðunefnd um framkvæmdastjóra hjúkrunar taldi hana hæfasta fjögurra umsækjenda um stöðuna sem auglýst var í haust. Hildur hefur starfað hjá stofnuninni í 22 ár, þar af síðustu ár sem farsæll deildarstjóri hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði og Bergs í Bolungarvík.  

 

Í kjölfarið ákvað framkvæmdastjórn að breyta skipuriti stofnunarinnar þannig að hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri tilheyrir nú sömu deild og Berg og Eyri. Deildarstjóri á Tjörn verður þá aðstoðardeildarstjóri, og stöður verkefnastjóra á Bergi og Eyri breytast í stöður aðstoðardeildarstjóra. Ný staða deildarstjóra sameinaðrar deildar var auglýst í kjölfarið. Hjúkrunarrýmin eru þar með 46; 30 á Eyri, 10 að Bergi og 6 á Tjörn.

 

Fjóla Sigríður Bjarnadóttir var ráðin í stöðuna. Fjóla útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2012 og hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri á Bergi síðastliðin ár. Hún er á síðustu metrunum að klára meistaranám í öldrunarfræðum. Staða Fjólu hefur verið auglýst laus til umsóknar til 10. janúar.

Hörđur Högnason hćttir eftir 38 ára samfellt starf

7.01 2020 | Gylfi Ólafsson
Hörđur á kaffistofu gamla sjúkrahússins í ágúst 1984 (af baksíđu DV ađ dćma). Ţarna var nýja sjúkrahúsiđ risiđ en starfsemin flutti ekki ađ fullu fyrr en 1989.
Hörđur á kaffistofu gamla sjúkrahússins í ágúst 1984 (af baksíđu DV ađ dćma). Ţarna var nýja sjúkrahúsiđ risiđ en starfsemin flutti ekki ađ fullu fyrr en 1989.
1 af 5

Það var 1. september 1981 sem Hörður Högnason, þá 29 ára hjúkrunarfræðingur, kom í fast starf hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, sem þá var rekið í gamla sjúkrahúsinu. Þá hafði hann verið nokkrum sinnum afleysingamaður meðfram skóla en ákvað að ráða sig til skamms tíma. Eins og oft vill verða ílentist hann og tók síðar hann við af móður sinni sem framkvæmdastjóri hjúkrunar í stofnun sem haft hefur a.m.k. fimm kennitölur. Hann hefur starfað fyrir stofnunina óslitið síðan, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var við sjálfboðaliðastörf á stríðsskurðspítala í Tælandi árið 1983.

 

Prófskírteinið, sem undirritað var af skólastjóra hjúkrunarskólans 13. september 1979, bar þess merki að þá var óalgengt að karlar sinntu hjúkrun; þar er misritað að hún hafi stundað verklegt nám á ýmsum stöðum og hlotið fyrir það prýðilega einkunn.

Hörður hefur alltaf haft í nógu að snúast. Meðfram störfum sem framkvæmdastjóri hjúkrunar—sem í gegnum tíðina hefur innifalið mörg hlutverk sem nú falla til dæmis á innkaupastjóra, launafulltrúa og deildarstjóra—hefur hann verið svæfingarhjúkrunarfræðingur stofnunarinnar. Sem slíkur hefur hann verið meira og minna á bakvakt alla sína starfstíð. Alltaf var Hörður með skrúfvél á skrifborðinu sínu því að mörgu er að hyggja á stórri stofnun. Þá hefur hann verið virkur í félagslífi, sjálfboðaliðastörfum og bæjarmálum.

 

Nýjungagirni hefur alltaf verið rík í Herði, og hann hefur verið duglegur að sækja sér endurmenntun, bæði í störfum sínum fyrir stofnunina og sem sjálfboðaliði Rauða krossins. Meðal skírteina í þykkri ferilskrá hefur fyrirsögnina „Hjúkrunarstjórnun á tímum niðurskurðar“ fyrir námskeið sem hann sat árið 1995. Ljóst er að það námskeið hefur komið í góðar þarfir fyrir það sem eftir kom.

 

Hörður var kvaddur við athöfn 4. desember og lauk formlega störfum um áramótin. Í ræðu sinni sagði Gylfi Ólafsson forstjóri að Hörður væri vinamargur, jákvæður, ljúfur, góður og maður sátta. Honum væri mjög annt um stofnunina, starfsfólk hennar og skjólstæðinga. Alla tíð hefði verið litið upp til hans, auðvelt væri að leita til hans og samstarfsfólk sammála um að hann væri góður kennari. Í gegnum áföll og hræringar innan og utan stofnunar var Hörður stólpi sem hægt var að treysta á.

 

Hörður sagði í kveðjuræðu sinni að tíminn hafi liðið hratt og að vinnan hafi verið skemmtileg, krefjandi og gefandi; vinnustaðurinn góður og samstarfsfólkið afbragðsgott. Hann sagði að framtíð stofnunarinnar væri björt, og óskaði eftirmönnum sínum góðs gengis; Hildur Elísabet Pétursdóttir tók við af Herði sem framkvæmdastjóri hjúkrunar og Sara Guðmundsdóttir sem svæfingarhjúkrunarfræðingur.

Gjöf frá Zonta klúbbinum Fjörgyn

17.12 2019 | Hörđur Högnason

Zontaklúbburin Fjörgyn kom færandi hendi þ. 17. desember s.l. og afhenti Úlfssjóði að gjöf 500.000 krónur, sem eiga að fara í fjármögnun á tæki eða búnaði fyrir Fæðingadeild HVEST á Ísafirði. Stofnunin reiðir sig að miklu leiti á gjafir sem þessa til tækjakaupa og munar því mikið um þennan rausnarskap Zonta kvenna, sem við þökkum kærlega fyrir.

Fyrri síđa
1
234567525354Nćsta síđa
Síđa 1 af 54
Vefumsjón