A A A

Skipulagsbreytingar ß Patreksfir­i

8.11á2019 | Gylfi Ëlafsson
Rekstrarstjˇrn ß Patreksfir­i skv. nřju skipuriti
Rekstrarstjˇrn ß Patreksfir­i skv. nřju skipuriti

Kynntar hafa verið skipulagsbreytingar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði. Breytingarnar fela í sér styrkingu á stjórnun stofnunarinnar og hafa það markmið að tryggja stuðning við starfsfólk og auka slagkraft til gæðastarfs og umbóta. Þá felast í breytingunum bæði áhersla á aukið sjálfstæði starfsstöðvarinnar en á sama tíma betri samþættingu við stofnunina í heild.

 

Á Patreksfirði er sjúkrahús með 2 sjúkrarýmum og 11 hjúkrunarrýmum, heilsugæslustöð, endurhæfingarstöð og sjúkraflutningar. Starfsemin sameinaðist í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2014.

 

Ný rekstrarstjórn

Ný rekstrarstjórn verður til í breytingunum. Hjúkrunarstjóri, sem hingað til hefur verið helsti stjórnandi starfsstöðvarinnar, verður formaður rekstrarstjórnar. Í henni sitja þrír aðrir stjórnendur; deildarstjóri legudeildar, rekstrarstjóri og verkefnastjóri heilsugæslu.

 

Deildarstjóri legudeildar og verkefnastjóri heilsugæslu munu verða mannaðar hjúkrunarfræðingum sem færast til í starfi. Staða deildarstjóra rekstrar er ný, þar sem undir falla ræsting, þvottar, eldhús, ritarar og umsjón með innkaupum og fasteignum.

Hjúkrunarstjóri er fulltrúi starfsstöðvarinnar í framkvæmdastjórn stofnunarinnar í heild. Aðrir meðlimir í framkvæmdastjórn hafa seturétt á fundum rekstrarstjórnar, en að öðru leyti er rekstrarstjórninni ætlað að vera sjálfstæð og sinna öllum daglegum rekstri.

 

Deildarstjórarnir tveir munu nú sitja hálfsmánaðarlega fundi stjórnenda allrar stofnunarinnar. Hingað til hefur einungis einn fulltrúi frá Patreksfirði setið ýmsa fundi stjórnenda og samþættist starfsemin því enn frekar með þessum breytingum.

 

Breytingar til batnaðar

Í ár var Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sú stóra stofnun sem hækkaði mest milli ára í könnuninni um stofnun ársins. Er stofnunin nú meðal hæstu heilbrigðisstofnananna. Sérstaklega hækkaði stofnunin þegar kom að stjórnun, starfsanda, ímynd stofnunar, ánægju og stolti.

 

Skipulagsbreytingarnar eru liður í stærra verkefni sem snýr einmitt að eflingu stjórnunar. Þessi áhersla á hliðstæður bæði í nýrri stjórnendastefnu ríkisins og heilbrigðisstefnu til 2030. Með því er stefnt að auknum gæðum fyrir skjólstæðinga, bættum starfsaðstæðum og slagkrafti til stöðugra umbóta.

 

Tvær auglýsingar

Birtar hafa verið úr tvær starfsauglýsingar. Annars vegar verður auglýst staða rekstrarstjóra og hins vegar staða almenns hjúkrunarfræðings sem sinna mun störfum á legudeild og heilsugæslu. Auglýsingarnar er að finna á Starfatorgi.

Infl˙ensubˇlusetningar hausti­ 2019

10.10á2019 | Kristjana Milla Snorradˇttir

Inflúensubólusetningar hefjast þann 14. október nk. og lýkur þann 29. nóvember.

Bólusett er alla virka daga frá kl: 10:00 – 11:30 & 14:00 – 15:30 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.   

                                   

Á stöðvum utan Ísafjarðar verður bólusett á opnunartíma heilsugæslusela í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri.

 

Flateyri:  Bólusett verður á Flateyri þann 16.10.2019 frá kl: 13:30 -14:30.  Staðsetning: Bryggjukaffi.

 

Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu í síma:

 450-4500

 

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina, en einstaklingar 60 ára og eldri, og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum, fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komuna.


Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og          lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.                                                    
  • Þungaðar konur.

Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

NŠg og n˙tÝmaleg hj˙krunarrřmi ß Vestfj÷r­um samkvŠmt nřrri ߊtlun

25.09á2019 | Gylfi Ëlafsson
Sj˙krah˙si­ ß Patreksfir­i
Sj˙krah˙si­ ß Patreksfir­i
1 af 3

Gagngerar endurbætur á hjúkrunarrýmum á Patreksfirði og ný 10 rýma eining við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði eru komin á framkvæmdaáætlun yfirvalda. Með þessum tveimur verkefnum er þörfum fyrir hjúkrunarrými á Vestfjörðum til fyrirsjáanlegrar framtíðar mætt.

 

Í morgun birti heilbrigðisráðuneytið nýja samantekt um stöðu framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og framhald þeirrar áætlunar til ársins 2024. Meðal þeirra fjögurra verkefna sem koma ný inn á áætlun eru gagngerar endurbætur á hjúkrunarrýmum á Patreksfirði til að bæta aðbúnað, og 10 ný rými á Ísafirði.

 

Á Patreksfirði eru hjúkrunarrými nú í húsnæði sem er úr sér gengið og ekki í samræmi við nútímakröfur. Þannig eru mörg tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna. Lengi hefur verið beðið eftir úrbótum, en ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma. Hjúkrunarrýmin eru rekin samhliða sjúkrarýmum og þó áfram verði samrekstur eru kröfur sem gerðar eru til þessara tveggja eininga mismunandi og þarf aðbúnaður að taka tillit til þess. Einnig er komin þörf á talsverðar endurbætur á eldhúsi og ýmsum húsakosti. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig byggt verður við núverandi húsnæði. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2023. 

 

Á Ísafirði opnaði hjúkrunarheimilið Eyri um áramótin 2015-16 með þremur tíu rýma einingum og leysti þá af hólmi öldrunardeildina á sjúkrahúsinu. Alltaf var ljóst að þörf yrði fyrir fjórðu eininguna og var húsið hannað með það í huga að hafa pláss fyrir hana á lóðinni. Hjúkrunarheimilið var byggt með svokallaðri leiguleið, þar sem Ísafjarðarbær á og rekur húsnæðið og leigir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki er lengur byggt með leiguleiðinni. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2024. 

Næstu skref eru þau að Framkvæmdasýsla ríkisins fær verkefnin tvö til undirbúnings. Þar þarf meðal annars að eiga samráð við sveitarfélög á svæðunum.  

 

„Reiknilíkön hafa lengi sýnt aukna þörf fyrir hjúkrunarrými á Ísafirði, og léleg aðstaða á Patreksfirði hefur verið öllum ljós og óviðunandi. Við klippum ekki á borðana á morgun enda mörg úrlausnarefni eftir, en bæði loforð og tímaáætlun gera alla áætlanagerð einfaldari,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri. 

 

TŠkifŠri fyrir hj˙krunarfrŠ­ing ß Patreksfir­i

13.09á2019 | Ragnhei­ur EirÝksdˇttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði er fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 60 manns starfa á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og stoðsviði. Á stofnuninni er góður starfsandi og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

 

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 70-100% starf frá 1. janúar 2020, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing á Patreksfirði. Verkefni eru fjölbreytt og um er að ræða breiðan skjólstæðingahóp.

 

Starfið hentar reynslumiklum hjúkrunarfræðingum og er einnig kjörið fyrir nýútskrifaða sem viljast öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun.

 

Hæfnikröfur

  • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Faglegur metnaður

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2019.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. 

 

Nánari upplýsingar veitir Svava Magnea Matthíasdóttir í síma 450 2000 og á netfanginu svavam@hvest.is  

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Það er kraftur í samfélögunum fyrir vestan. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring. Í sveitarfélaginu eru grunn- og leikskólar sem geta bætt við sig nemendum og öflug fyrirtæki og stofnanir sem leita að starfsfólki.

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Smelltu hér til að sækja um starfið.

Rausnarleg gj÷f til sj˙krah˙ssins ß Patreksfir­i

19.08á2019 | Ragnhei­ur EirÝksdˇttir

Þriðjudaginn 20. ágúst fer fram afhending gjafa til Sjúkrahússins á Patreksfirði þar sem afhent verða margvísleg ný tæki, búnaður og áhöld eða tíu sjúkrarúm ásamt fylgihlutum, ómskoðunartæki, æðarsjá, lífsmarksmælir, sprautudæla, súrefnissía, loftdýna, sogdæla og TNT hjartamælir. Gefendur eru Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu, Kvenfélagið Sif og Slysavarnardeildin Unnur, bæði á Patreksfirði. Verðmæti gjafanna er rúmar 11 milljónir króna.

 

Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu er dánargjöf Einars B. Bjarnasonar frá Hreggstöðum og starfar sjóðurinn samkvæmt skipulagsskrá frá árinu 1992 með því markmiði:

..að efla og styrkja heilbrigðisþjónustu í Vestur-Barðastrandarsýslu við Sjúkrahúsið Patreksfirði, Heilsugæslustöðina Patreksfirði, Heilugæslustöðina Bíldudal og aðrar heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðissstarfsemi sem á fót kunna að verða settar í sýslunni, með tækjakaupum eða á annan hátt.“

 

Dagskrá afhendingarinnar verður þannig:

Kl. 13:00-14:30

Fundur framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Kl. 14:30-15:30

Gjafir afhentar

Gestir boðnir velkomnir: Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.

Ávarp: Úlfar Thoroddsen. Erindi um Einar B. Bjarnason frá Hreggstöðum, dánargjöf hans og tilurð Styrktarsjóðs Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu.

Ávarp: Fulltrúi félagasamtaka sem gáfu til verkefnisins.

Ávarp: Iða Marsibil Jónsdóttir, formaður stjórnar Styrktarsjóðs heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastradarsýslu.

Ávarp: Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Kl. 15:30:

Kaffiveitingar

Fyrri sÝ­a
1
234567515253NŠsta sÝ­a
SÝ­a 1 af 53
Vefumsjˇn