Hvernig er hægt að endurnýja föst lyf ?

Rafræn endurnýjun lyfseðla er gerð í gegnum Heilsuvera.is. Til innskráningar þarf rafræn skilríki.
Sjá nánar Heilsuvera – mínar heilbrigðisupplýsingar á vef Landlæknis.

Hér eru nokkur fræðslumyndbönd um Heilsuveru og notkun hennar:  https://www.heilsuvera.is/minar-sidur-leidbeiningar/

Í Heilsuveru er ekki hægt að endurnýja sýklalyf eða sterk verkjalyf (ópíóíða).

Reglur um lyfjaendurnýjanir

  • Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um föst lyf.
  • Sýklalyf eru ekki afgreidd nema eftir viðtal við lækni.
  • Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf að koma á stöð í eftirlit að minnsta kosti einu sinni í mánuði vegna þessa.
    Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.
  • Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. 
    Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.
  • Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.
  • Vinsamlegast farið ekki fram á annað við heilbrigðisgagnafræðinga eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til að bæta gæði þjónustunnar.
  • Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn. 
  • Lækna yfirfara beiðnir á virkum dögum.
  • Reikna má með að afgreiðsla lyfja taki allt að 2 virka daga.

Símatímar vegna endurnýjunar lyfja

Þau sem vilja heldur óska eftir endurnýjun í síma geta hringt virka daga milli kl. 10:00–11:00 í 450 4500 og valið 3 þegar símsvarinn svarar.

Uppfært 6. febrúar 2023 (GÓ)

Var síðan gagnleg?