Bókanir í mars 2024 hjá Þóru Kristínu Bergsdóttur sjúkraþjálfara, M.Sc.

Þóra Kristín útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun árið 2019 og M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun árið 2022. 

Þá vann hún sem sjúkraþjálfari í þverfaglegu teymi á Hæfi endurhæfingarstöð til lok árs 2023 og flutti sig yfir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða byrjun árs 2024.

Leita í fyrirspurn hliðarstiku

Einnig hefur hún sinnt starfi sjúkraþjálfara hjá knattspyrnu-og handknattleiks liðum um nokkurra ára skeið.

Sem sjúkraþjálfunarnemi vann Þóra Kristín á ýmsum stöðum og má þar nefna heila- tauga- og bæklunardeild Landspítalans, Æfingastöðina (sjúkraþjálfun fyrir börn), Hrafnistu, Hæfi endurhæfingarstöð, HVest auk annarra staða.

Hún hefur sótt ýmis námskeið, þ.m.t. um öldrun og tækni í sjúkraþjálfunarmeðferð, íþróttasjúkraþjálfun, verkjafræðslu, hreyfistjórn um mjaðmagrind, spjaldhrygg og rif.

Hún tekur að sér alla almenna sjúkraþjálfun og hennar helstu áhugasvið eru meðferð langvinnra verkja annars vegar og bak- og háls vandamál hins vegar.

Tímabókanir

Hægt er að panta tíma fyrir dagana 8.-10.mars og 22.-24.mars með því að senda póst á tora.k.bergsdottir@hvest.is

Gjaldskrá fer eftir gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands að hverju sinni auk komugjalds 2350 kr. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi skv. samkvæmt greiðsluþátttökukerfi.