Lúðvík Þorgeirsson hefur verið skipaður forstjóri  HVest frá 1. mars til næstu fimm ára. Hann tók við starfinu af Gylfa Ólafssyni.

Lúðvík er viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og leggur stund á meistararnám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands með áherslu á mannauðsstjórnun. Síðastliðin fjögur ár hefur Lúðvík gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Áður starfaði hann m.a. hjá Fjármálaeftirlitinu þar sem hann stýrði greiningasviði á einu af þremur kjarnasviðum embættisins. Hann var um tíma framkvæmdastjóri vátrygginga og staðgengill forstjóra hjá European Risk Insurance Company í Englandi. Um árabil var hann forstöðumaður vátrygginga og áhættumats hjá Actavis Group hf. og þar áður forstöðumaður hjá  Tryggingamiðstöðinni hf.

Við bjóðum Lúðvík velkominn til starfa.