Frá og með þriðjudeginum 29. nóvember verður boðið upp á stoðkerfismóttöku sjúkraþjálfara á heilsugælsustöðinni á Ísafirði. Þá er hægt að panta tíma og fá skoðun og ráðgjöf hjá sjúkraþálfara vegna verkja frá stoðkerfi til dæmis einkenna frá baki, hnjám og öxlum. Helsta markmið er að koma í veg fyrir versnun einkenna og koma bata í gang eins fljótt og hægt er.

Sjúkraþjálfarinn veitir fyrst og fremst fræðslu og ráðleggingar í formi sjálfshjálpar á borð við æfingar, hvíldarstöður, teipingar, vinnustellingar eða sjálfsmeðferðar í formi hita og kælimeðferðar, mjúkvefjameðferðar eða annars.


Ef sjúkraþjálfari á stoðkerfismóttöku telur málið þess eðlis þá getur hann skrifað beiðni um sjúkraþjálfun og vísað einstaklingnum til meðferðar hjá sjúkraþjálfara utan heilsugæslunnar.


Ef sjúkraþjálfari stoðkerfismóttöku telur að einstaklingur sem leitar á stoðkerfismóttöku þurfi læknisskoðun eða myndrannsóknir þá er honum vísað áfram til læknis.


Eftir komu á stoðkerfismóttöku er veitt eftirfylgni í formi símtals, oftast 2-3 vikum frá komu til sjúkraþjálfarans.

Stoðkerfismóttakan er opin:
Þriðjudaga kl. 8:00 – 11:00
miðvikudaga kl. 13:00-15:00
föstudaga kl. 8:00 – 11:00
Tímapantanir eru í gegnum móttöku í síma 450-4500.
Starfsmaður stoðkerfismóttöku er Ólafur Halldórsson sjúkraþjálfari.