Íbúðir til skemmri tíma

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru á hverjum tíma fjölmargir starfsmenn sem þurfa húsnæði. Mest er þetta afleysingafólk, nemar í heilbrigðisgreinum, sérfræðingar og starfsfólk sem er nýflutt í bæinn og þarf stað til að millilenda og koma sér fyrir. Við leitum því að hentugu og snyrtilegu húsnæði í nálægð við sjúkrahúsið á Ísafirði (við erum vel sett á Patreksfirði í bili).

Gestirnir munu þurfa húsgögn, allan almennan húsbúnað, internet og sjónvarp, og samkomulagsatriði er hvort leigusali eða stofnunin útvegar það.

Íbúðir til lengri tíma

Einnig höfum við hug á að gera langtímasamninga um húsnæði. Með þessu náum við fram hagkvæmni og áreiðanleika af okkar hálfu, og fasteignaeigendur geta fengið tryggan og góðan leigutaka. Sérstaklega erum við með í huga íbúðir í efri og neðri bæ á Ísafirði.

Eins og með skammtímahúsnæðið þurfa gestirnir húsgögn, allan almennan húsbúnað, internet og sjónvarp, og samkomulagsatriði er hvort leigusali eða stofnunin útvegar það.

Þessar íbúðir þurfa þær ekki að vera lausar strax, heldur erum við hér að horfa til lengri tíma. Hafðu samband ef þú ert með íbúð eða fyrirætlanir um kaup eða byggingu á íbúðum sem geta hentað, helst fyrir 10. apríl. Þessi valkostur verður svo til stöðugrar endurskoðunar inn í framtíðina.

Hrannar Örn Hrannarsson fjármálastjóri

Hafðu samband

Sendu skeyti með nánari lýsingu, verðhugmynd og myndum til Hrannars Arnar Hrannarssonar fjármálastjóra á netfangið hrannar@hvest.is eða heyrðu í honum í síma 660 3372.2