Frá áramótum hefur opnunartími á heilsugæslunni á Patreksfirði verið frá 08:00–15:00 og gefist vel.

Frá 3. apríl verður opnunartími á heilsugæslunni á Ísafirði samræmdur þessu og verður framvegis frá 08:00–15:00.

Tímum lækna fækkar ekki með þessari breytingu. Stutt bið er eftir tímum hjá lækni. Áfram er bráðaþjónusta veitt allan sólarhringinn eftir símtal í 1700 eða, ef um neyðartilvik er að ræða, 112. Heimsóknir á sjúkradeild eru óbreyttar.