Yfirvöld hafa nú afnumið allar Covid-tengdar takmarkanir.

Stærsta breytingin sem þetta hefur í för með sér er að PCR-próf falla niður að langmestu leyti, nema skv. tilvísun læknis. Hraðpróf eru tekin virka daga en hafa ekki sama gildi og áður var.

Grímuskylda gildir enn, fyrir gesti og skjólstæðinga á göngudeildum.

Heimsóknabann er enn á sjúkradeild á Ísafirði með undantekningum. Heimsóknir eru leyfðar á hjúkrunarheimilum, nema þegar þar eru íbúar í einangrun eftir nánari upplýsingum sem breytast frá degi til dags.