Sjúkraþjálfunin á Patreksfirði hefur tekið á móti afar veglegri gjöf frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar sem á heldur betur eftir að nýtast vel. Um er að ræða tæki frá NuStep sem þjálfar bæði styrk og þol og mun nýtast mjög vel og er nú þegar komin góð reynsla á tækið.Við erum afar þakklát Lionsklúbbi Patreksfjarðar fyrir þessa veglegu gjöf.

Á meðfylgjandi mynd eru sjúkraþjálfararnir okkar Margrét Brynjólfsdóttir og Lárus Jón Björnsson ásamt tækinu góða.