For English version, click here.

Nýtt í september: öll próf eru nú bókuð á netinu, nema fyrir fólk á leið til útlanda.

Einkennapróf og hraðpróf

Ef þú hefur flensulík einkenni getur þú núna bókað sýnatöku á Heilsuvera.is alla daga vikunnar. Einnig er hægt að bóka þar hraðpróf vegna stórra viðburða. Farðu inn á Mínar síður og veldu Covid-19 í valmyndinni vinstra megin. Ísafjörður og Patreksfjörður eru nú meðal þeirra sýnatökustaða sem hægt er að velja. Þau sem einkennalaus í sóttkví eða í smitgát fá boð send sjálfkrafa og þurfa ekki að bóka tíma. 

Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00 (PCR) og 13:30 (hraðpróf) en kl. 8:30 á laugardögum. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 (PCR) og 10:15 (hraðpróf) en á miðvikudögum kl. 9:00 (PCR) og 9:15 (hraðpróf). Sýnataka um helgar er framkvæmd ef læknir telur þörf á eftir símtal í gegnum 1700. 

Vottorð fyrir ferðalög til útlanda

Mörg lönd krefjast skírteinis um neikvætt Covid-sýni við komu til landsins. Þessi próf teljast ekki vera sóttvarnaaðgerð og er því ekki framkvæmd á Vestfjörðum. Þessi próf eru í boði í Reykjavík, en sérstaklega er bent á hraðpróf Öryggismiðstöðvarinnar. Sjá vef Öryggismiðstöðvarinnar (oryggi.is) og travel.covid.is.


Höf.:GÓ