Bólusetningum fyrir Covid-19 er lokið að langmestu leyti.

Nú verða ekki fastir dagar fyrir bólusetningar en við biðjum fólk sem vill bólusetningu að senda tölvupóst á netfangið bolusetning@hvest.is þar þarf að koma fram nafn og kennitala þess sem vill bólusetningu sem og hvort það sé grunnbólusetning eða örvunarbólusetning.

Við biðjum fólk einnig að taka fram hvort það vilji bólusetningu á Ísafirði eða Patreksfirði.

Haft verður samband við viðkomandi þegar dagsetning fyrir bólusetningu hefur verið ákveðin.