Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða verður haldinn 28. mars kl. 14:30-15:30 í sal Vesturafls við Suðurgötu á Ísafirði og í streymi á Facebook-síðu stofnunarinnar.

Ársskýrslan verður kynnt þar sem stiklað er á stóru í starfsemi stofnunarinnar nýliðið ár.

Eins og í fyrra fjöllum við einnig um velferðarmálin í víðri merkingu. Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar mun fjalla um ný lög um farsæld barna og Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kynnir nýtt fyrirkomulag velferðarþjónustu á Vestfjörðum.