Umhverfisnefnd hefur fundað nokkrum sinnum og skoðar umhverfismál frá ýmsum sjónarhornum. Markmiðið er að stíga græn skref á árinu og ná þremur fyrir lok næsta árs.

Eitt af því sem felst í þessu er að halda grænt bókhald, sem gert var nú í fyrsta skipti. Hér eru tvær myndir úr bókhaldinu til gamans.

Sú fyrri sýnir losun gróðurhúsalofttegunda. Þar sést að sjúkraflug er stærsti einstaki liðurinn, en við útreikning á því er miðað við öll sjúkraflug í umdæminu (óháð því hver borgar fyrir sjúkraflugið) en án tillits til flutninga á þyrlum. Reiknað er með flugi frá Akureyri til Ísafjarðar/Bíldudals, þaðan til Reykjavíkur og svo aftur til Akureyrar þar sem flugvélin er staðsett. Samtals voru flugin 82 árið 2021.

Aðrir þættir vega minna eins og myndin sýnir. Glaðloft er mjög virk gróðurhúsalofttegund (300 sinnum sterkari en koltvísýringur) og er reiknuð m.v. keypt magn en ekki notað magn, og er sennilega verulega ofáætlað vegna þess.

LiðurTonn CO2 ígildi
Akstur19,0
Flug5,2
Sjúkraflug195,1
Glaðloft11,2
Rafmagn og hiti60,4
Úrgangur33,0
Samtals323,7
Losun í tonnum af C02 ígildum

Sú seinni sýnir heildarmagn sorps eftir flokkunarstöðu fyrir stofunina í heild. Markmiðið er að minnka heildarmagn sorps, en einnig að auka vægi flokkunar.

Á myndinni sést að blandaður úrgangur eru um tveir þriðju af sorpinu. Þarna vega bleyjur og aðrar hjúkrunarvörur mjög mikið. Það verður hlutverk umhverfisnefndar og starfsfólks alls að skoða þetta aðeins betur.