Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVest) og Ísafjarðarbæjar skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um rekstur hjúkrunarheimilis á Ísafirði sem rísa mun, að öllu óbreyttu, á Torfnesi í náinni framtíð. Heimilið verður í eigu bæjarins sem mun reka það skv. leigusamningi við Velferðarráðuneytið en afhent HVest til rekstrar. Heilbrigðisstofnuninni er uppálagt að haga rekstri eins og best hentar t.d. hvað varðar samnýtingu starfsmanna, áherslur í rekstri og aðra samþættingu milli sjúkrahúss og hjúkrunarheimilis. Stefnt er að því að klára samning um þessi mál sem fyrst og að sá verði til 25 ára.

Stjórnendur og starfsmenn HVest gera sér fulla grein fyrir mikilvægi hjúkrunarheimilis á svæðinu og fagna undirritun þessarar viljayfirlýsingar enda hillir nú óðum undir að framkvæmdir hefjist við bygginguna.


Höf.:SÞG