Uppfært 18. nóvember 2020

1.       Almennt

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt sé að veita nær alla almenna heilbrigðisþjónustu. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.

Ekki koma á stofnunina ef þú ert

  • í einangrun eða sóttkví
  • að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
  • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)

 

2.       Heimsóknir til sjúklinga á bráðadeildum og íbúa á hjúkrunarheimilum

Um heimsóknir á bráðadeild og hjúkrunarheimili á Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði og Þingeyri gilda talsverðar takmarkanir. Þær breytast ört og eru þá kynntar aðstandendum með beinum hætti. Almenna reglan er að aðstandendur mega skiptast á viku í senn og koma einn í einu, einu sinni á dag. Mælst er til þess að fólk komi ekki í heimsókn hafi það verið á svæðum þar sem smit hafa greinst nýverið.

3.       Ferðareglur sjúklinga og íbúa á hjúkrunarheimilum

  • Bráðadeild: Ekki er æskilegt að sjúklingar yfirgefi stofnunina meðan á innlögn stendur.
  • Hjúkrunarheimilin:Íbúar á hjúkrunarheimilum mega fara út, en ekki er æskilegt að þeir sæki mannfögnuði utan heimilisins eða séu meðal margs fólks.

 

4.       Landamæraskimun

Seinni próf landamæraskimunar fara fram á Ísafirði og Patreksfirði. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar.

5.       Almenn skimun

Ekki vera feimin við að koma í skimun ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við höldum áfram að taka sýni á Ísafirði og Patreksfirði. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýntöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag.

6.       Aðrar breytingar

Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.

Símanúmer og nánari upplýsingar

Netspjallið hér til hægri er opið á dagvinnutíma. 

Almennt númer: 450 4500

Berg í Bolungarvík: 450-4595

Eyri á Ísafirði: 450-4568 (Tangi: 450-4531, Dokka; 450-4532, Krókur; 450-4533)

Tjörn á Þingeyri: 456-8141

Bráðadeild Ísafirði: 450-4565

Sjúkra- og hjúkrunardeild Patreksfirði: 450-2023

https://www.covid.is

Höf.:GÓ