Ný reglugerð tók gildi í morgun sem afléttir talsverðum takmörkunum í daglegu lífi fólks. Heilbrigðisstofnanir eru undanþegnar reglugerðinni en skulu setja sér sínar reglur. Hjá okkur snúa einu eftirstandandi reglurnar að grímunotkun skjólstæðinga, heimsóknagesta og starfsmanna.
 
Heimsóknarreglur: Ekki eru aðrar takmarkanir á heimsóknir á hjúkrunarheimili (Eyri, Berg, Tjörn og Patreksfjörður). Á bráðadeild á Ísafirði eru heimsóknir frjálsar á heimsóknatímum eða á öðrum tímum í samráði við hjúkrunarfræðing á vakt. Áfram gildir að fólk sem er í sóttkví, einangrun eða með flensulík einkenni má ekki koma í heimsókn.
 
Grímunotkun: Skjólstæðingar í göngudeildarþjónustu (heilsugæsla, rannsókn, röntgen o.s.frv.) skulu bera grímur inni á stofnuninni. Heimsóknagestir á bráðadeild skulu bera grímu. Starfsfólk í beinum sjúklingasamskiptum á bráðadeild eða göngudeildum bera grímu. Önnur notkun á grímum er valkvæð.


Höf.:GÓ