Fólk er duglegt við að koma í sýnatöku og við viljum að svo verði áfram. Verklagið okkar tekur alltaf breytingum eftir því sem þetta kemst upp í meiri æfingu og faraldrinum vindur fram.

Þessar upplýsingar gilda bæði á Ísafirði og Patreksfirði, en íbúar í nærsveitum þurfa að koma sér á aðra hvora þessara stöðva.

 

Bókun á sýnatöku

Einstaklingar með einkenni eiga að hringja á heilsugæsluna til að skrá sig í sýnatöku. Best er að hringja á dagvinnutíma frá 08:00 til 16:00 í síma 450-4500. Patreksfirðingar geta einnig hringt í 450-2000. Ef einstaklingur fær einkenni eftir klukkan 16:00 virka daga eða yfir helgi er hægt að panta sýnatöku með því að hringja á bráðadeild á Ísafirði í síma 450-4565.

Einstaklingar sem þurfa að fara í seinni landamæraskimun eða sýnatöku eftir að hafa verið 7 daga í sóttkví, eru beðnir um að bóka sér tíma á dagvinnutíma á virkum dögum með því að hringja í heilsugæsluna.

 

Þegar þú kemur

Ágætt er að koma á bíl, en það er í lagi að koma einnig á hjóli eða gangandi. Sýnatökur eru alltaf utandyra, allir eiga að bíða utandyra og það er alveg bannað að koma inn á heilsugæslurnar eða sjúkrahúsin á leiðinni í eða úr sýnatöku.

Á Patreksfirði er sýnatakan í kjallaranum þar sem aðkoma sjúkrabíla er. Á Ísafirði er búið að setja upp hvítan gám við bílastæðið hjá sjúkrahúsinu.

 

Almennt

Einstaklingar sem bíða eftir sýnatöku eða niðurstöðu greiningar þurfa að sæta einangrun þar til neikvæðar niðurstöður liggja fyrir. Við meðhöndlum alla í sýnatökum eins og þið séuð smituð, og þið eigið að haga ykkur til samræmis.

Allir sem panta sýnatöku fá SMS með upplýsingum um hvar og hvenær þeir eiga að mæta. Niðurstöður berast á mínum síðum á Heilsuveru en þeir sem greinast jákvæðir fá upplýsingar um niðurstöðuna símleiðis. Þeir sem ekki eru með Heilsuveru, fá upplýsingar símleiðis hvernig sem niðurstaðan er.

Höf.:GÓ