Ásgeir Guðbjartsson og Sigríður Brynjólfsdóttir komu færandi hendi í kaffisamsæti fyrir velunnara FSÍ í gær.

 Ásgeir tilkynnti um að þau hjónin hefðu ákveðið að færa sjúkrahúsinu eina milljón króna til tækjakaupa og afhenti framkvæmdastjóra stofnunarinnar bréf þar að lútandi.

Stofnunin og starfsfólk hennar vill nota tækifærið hér til að þakka þeim heiðurs hjónum fyrir þetta höfðinglega framlag. 
Það hefur verið lagt í Minningarsjóð FSÍ um Úlf Gunnarsson fyrrverandi yfirlækni en sjóðurinn er nýttur til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið.


Höf.:ÞÓ