Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. kom fríður hópur barna af leikskólanum Eyrarskjóli á sjúkrahúsið.

Börnin sungu nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra.
Ekki þarf að fjölyrða um hve mikil upplyfting svona heimsóknir eru fyrir þá sem þeirra njóta.

Á myndinni má sjá börnin sitja prúð og stillt við söng í matsal á annari hæð sjúkrahússins.


Höf.:ÞÓ