Sjö af tíu heimilismönnum eru nú smitaðir af Covid-19 á Tanga, einni þriggja eininga á hjúkrunarheimilinu Eyri. Fólkinu okkar líður yfirhöfuð vel og flestir með lítil einkenni. Lokað er fyrir heimsóknir á Tanga meðan þetta er að ganga yfir. Smitum hefur fjölgað mikið í samfélaginu og hafa starfsmennirnir okkar ekki farið varhluta af því. Við tökum því einn dag í einu hvað varðar mönnum og biðjum aðstandendur að sýna okkur skilning. Starfsfólkið okkur er að vinna undir miklu álagi þessa dagana og stendur sig afar vel við flóknar aðstæður.
