Á fundi með starfsmönnum þann 23. mars var kynnt nýtt skipurit stofnunarinnar en það mun taka gildi 1. apríl næst komandi.

Helsta breytingin í nýju skipuriti stofnunarinnar frá því sem áður var er sú að hér eftir verður litið á stofnunina sem eina heild sem starfar í mismunandi deildum og á nokkrum stöðum í stað þess að á hana verði litið sem margar stofnanir með sameiginlegri yfirstjórn.

Breytingar á yfirstjórn verða þær að ráðinn verður einn lækningaforstjóri fyrir stofnunina og reiknað er með því að hann gengni að megin hluta öðrum störfum. 

Lagðar verða niður tvær stöður hjúkrunarforstjóra (sjúkra- og heilsugæslusviða) og ráðinn einn í þeirra stað.  Reiknað er með því að nýr hjúkrunarforstjóri gegni jafnframt öðrum störfum innan stofnunarinnar.

Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar er settur hjúkrunarforstjóri í apríl.

Nánari upplýsingar um skipulag stofnunarinnar munu verða birtar hér á heimasíðunni fljótlega.

Höf.:ÞÓ