Skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir Covid-19 smiti, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefur farið fram á Patreksfirði fimmtudag og föstudag. Skimunin fór fram í félagsheimilinu og var þátttakendum beint um húsið í samræmi við sóttvarnarreglur. Þátttaka hefur verið mjög góð, rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á þessum tveimur dögum og komust færri að en vildu.

Sýnatakan er unnin af starfsfólki Hvest á Patreksfirði, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum/sjúkraliðanemum. Tekin eru sýni bæði úr nefkoki og hálskoki.

Hringt er í þá sem reynast bera smit ef einhverjir verða. Aðrir geta séð sína niðurstöðu inn á mínar síður á heilsuvera.is

Heildarniðurstöður úr skimuninni eru væntanlegar eftir helgi.

Meðfylgjandi eru myndir frá skimuninni.


Höf.:SLG