Í samræmi við stefnu stjórnvalda um stafrænt Ísland 2020 eru allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum orðnir rafrænir. Frá og með 1. maísendir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða því aðeins frá sér stafræna reikninga. Reikningarnir birtast á island.is og geta bæði einstaklingar og lögaðilar nálgast alla reikninga sem gefnir eru út af ríkissjóði og stofnunum þar.

Stofnunin sendir nú einnig vottorð rafrænt og fara þau inn á heilsuvera.is. Um er að ræða „Vottorð til vinnuveitenda“ og „Almenn vottorð“. Einstaklingur getur þá hringt inn og beðið um vottorð sem sent er inn á heilsuvera.is og birtist undir Mínar síður. Til að komast inn á mínar síður á heilsuvera.is þarf að vera með rafræn skilrík. Reikningur fyrir vottorðið fer inn á island.is og greiðsluseðill fer í heimabanka viðkomandi.

Þeir sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki geta farið í næsta banka og orðið sér úti um þau. Frekari upplýsingar um rafræn skilríki má finna hér.

Með auknu framboði stafrænnar þjónustu er markmiðið að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins og framfylgja umhverfissjónarmiðum. Áætlað er að um 200 m.kr. sparist á ári með því að nýta rafræna reikninga, m.a. með lækkun prentkostnaðar og póstburðargjalda.


Höf.:SLG