Fimmtudaginn 18. nóvember verður stór bólusetningardagur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur.

Bólusettir einstaklingar sem eru yngri en 70 ára býðst örvunarskammtur þegar 6 mánuðir eru liðnir frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því hvaða bóluefni var notað við grunnbólusetningu.

14 daga verða að líða á milli influensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID – 19

Þeir sem eru búnir með grunnbólusetingu og hafa einnig fengið COVID eiga að bíða þar til frekari fyrirmæli koma frá landlækni.

Send verða út SMS boð í örvunarskammta þriðjudaginn 16. nóv. Þeir sem, af einhverjum ástæðum fá ekki boð eru líka velkomnir.

Allir sem ekki hafa þegið bólusetningu hingað til eru velkomnir í fyrsta skammt.

Frábendingar fyrir þriðja skammt:

Einu frábendingar eru hjá þeim sem fengu alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö og eins hjá þeim sem eru með sjálfofnæmissjúkdóm sem gæti versnað við bólusetningu. Ef fólk er með alvarlegan sjálfofnæmissjúkdóm þá ætti það að ráðfæra sig við sinn lækni um hvort bólusetning með örvunarskammti sé ráðlöggð.

Sjá nánar á vef Embættis landlæknis: Sóttvarnalæknir mælir með þriðja skammti fyrir alla 16 ára og eldri þegar 6 mánuðir eru frá grunnbólusetningu gegn COVID-19 (landlaeknir.is)